Safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 10:36 Hljómsveitin Hatari flytur framlag Íslands í Eurovision í ár. Mynd/Rúv Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí. Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15