Þrjár púpur sem gefa oft vel Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2019 09:02 Pheasant til er öflug fluga í silung. Núna þegar það hlýnar í veðri fer flugan en klekjast út og þá þarf að vanda valið vel þegar kastað er fyrir silung í ætisleit. Það eru til allt of margar flugur til að velja úr þegar komið er á bakkann en með tímanum og aukinni þekkingu á lífríkinu í þínu vatni verður valið oft auðveldara. Það eru engu að síður til flugur sem eru að okkar viti skyldueign í boxinu og það ekki að ástæðulausu. Þær eru gjöfular og það er líka auðvelt að hnýta þær. Byrjum á hinni klassísku Peacock. Nafnið dregur hún af efninu sem hún er hnýtt úr sem er fjöður úr páfugli. Hún er vafinn tvisvar til þrisvar sinnum á legginn á flugunni en stundum meira ef þú vilt hafa hana bústna. Veiðin er eitt orð yfir þessa flugu. Oft hnýtt með kúlukaus og rauðum vafningi við hann. Pheasant Tail dregur að sama skapi nafn af efninu sem hún er hnýtt úr. Það hafa í gegnum tíðina orðið til nokkur afbrigði af henni en ein sú vinsælasta er hnýtt á boginn öngul með kúluhaus. Þetta er einföld fluga að hnýta og gefur vel allt árið. Killer er svo ein sem þykir einstaklega skæð í Þingvallavatni en líkt og með hinum tveimur flugunum er hún einföld að hnýta. Hún virðist í fljótu bragði ekki líkja eftir neinu sérstöku æti nema þá helst vatnabobba en það er einmitt það sem kuðungableikjan í þingvallavatni gæðir sér á. Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði
Núna þegar það hlýnar í veðri fer flugan en klekjast út og þá þarf að vanda valið vel þegar kastað er fyrir silung í ætisleit. Það eru til allt of margar flugur til að velja úr þegar komið er á bakkann en með tímanum og aukinni þekkingu á lífríkinu í þínu vatni verður valið oft auðveldara. Það eru engu að síður til flugur sem eru að okkar viti skyldueign í boxinu og það ekki að ástæðulausu. Þær eru gjöfular og það er líka auðvelt að hnýta þær. Byrjum á hinni klassísku Peacock. Nafnið dregur hún af efninu sem hún er hnýtt úr sem er fjöður úr páfugli. Hún er vafinn tvisvar til þrisvar sinnum á legginn á flugunni en stundum meira ef þú vilt hafa hana bústna. Veiðin er eitt orð yfir þessa flugu. Oft hnýtt með kúlukaus og rauðum vafningi við hann. Pheasant Tail dregur að sama skapi nafn af efninu sem hún er hnýtt úr. Það hafa í gegnum tíðina orðið til nokkur afbrigði af henni en ein sú vinsælasta er hnýtt á boginn öngul með kúluhaus. Þetta er einföld fluga að hnýta og gefur vel allt árið. Killer er svo ein sem þykir einstaklega skæð í Þingvallavatni en líkt og með hinum tveimur flugunum er hún einföld að hnýta. Hún virðist í fljótu bragði ekki líkja eftir neinu sérstöku æti nema þá helst vatnabobba en það er einmitt það sem kuðungableikjan í þingvallavatni gæðir sér á.
Mest lesið Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Veiðir ufsa á flugustöng við Ægissíðuna Veiði