Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögregluembættisinsin. Þar segir einnig að eigandi hundsins búi að öllum líkindum í hverfinu við Heiðarskóla. Eigandinn hafi verið á gangi með barnavagn og ungabarn.
„Að sögn stúlkunnar þá var hundurinn ekki í bandi og er hún nálgaðist hundinn þá beit hann hana, hundinum er lýst sem svörtum og hvítum,“ segir í færslunni.
Lögreglan lýsir einnig eftir vitnum að atvikinu.