Heimir Óli: Umræðan um heilahristing kemur frá öðrum en okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2019 13:01 Heimir Óli átti góðan leik í gær og skorar hér eitt af mörkum sínum í leiknum. vísir/daníel þór Haukamaðurinn Heimir Óli Heimisson varð fyrir höfuðmeiðslum í leik ÍBV og Hauka á dögunum eftir átök við Kára Kristján Kristjánsson. Hann gat þó spilað leikinn gegn Eyjamönnum í gær. „Heilsan er fín. Annars hefði ég aldrei spilað. Ég hef verið í skoðunum og treysti læknum og sjúkraþjálfurum fyrir því. Það var aldrei nein áhætta tekin með mig í gær,“ segir Heimir Óli en hann hvíldi alveg á milli leikja og síðan var skoðað í upphitun í gær hvort hann væri í standi til þess að spila. „Það hefur svo verið einhver umræða um að ég hafi fengið heilahristing. Hún kemur frá einhverjum allt öðrum en okkur. Það eru bara Eyjamenn sem komu með þá umræðu. Við sögðum það aldrei.“ Heimir Óli segist þess utan hafa heyrt umræðu um að Haukarnir hafi verið að beita sér fyrir því að Kári Kristján yrði dæmdur í bann en hann fékk þriggja leikja bann fyrir að setja olnbogann í höfuð Heimis Óla. „Þeir sem halda því fram eru á algjörum villigötum. Það eru einhverjir menn í aganefnd sem við þekkjum ekki neitt og höfum engin afskipti af.“Kári Kristján og Róbert Sigurðarson voru í banni í gær. Hér sjást þeir nokkið léttir í stúkunni fyrir leik.vísir/hbgHeimir Óli segist hafa fundið vel fyrir högginu frá Kára og hann kastaði upp eftir flugið frá Eyjum til Reykjavíkur. „Ég stífnaði allur upp og var mjög aumur eftir þetta. Það er samt ekkert sem bendir til heilahristings. Ég hef ekki verið með nein einkenni og mér leið vel þegar ég hitaði upp fyrir leikinn í gær og var vel fylgst með mér,“ segir Haukamaðurinn en hann fékk högg snemma leiks í gær og fór þá á bekkinn í nokkrar mínútur. „Ég fékk smá högg frá Kristjáni Erni en það var algert óviljaverk svo það komi skýrt fram. Það fór í augað á mér og var ekkert þungt. Ég varð þá að hvíla í þrjár sóknir samkvæmt reglunum. Mér líður vel í dag en verð áfram í meðferð út af stífleikanum aftan í hálsinum.“ Það voru ekki sömu læti í leiknum í gær eins og í leiknum í Eyjum og línumaðurinn bíður spenntur eftir næsta leik í Vestmannaeyjum. „Ég er fullur eftirvæntingar að mæta í Eyjuna fögru. Það verður hörkuleikur og skemmtilegur gegn flottu liði Eyjamanna.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00 Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Haukamaðurinn Heimir Óli Heimisson varð fyrir höfuðmeiðslum í leik ÍBV og Hauka á dögunum eftir átök við Kára Kristján Kristjánsson. Hann gat þó spilað leikinn gegn Eyjamönnum í gær. „Heilsan er fín. Annars hefði ég aldrei spilað. Ég hef verið í skoðunum og treysti læknum og sjúkraþjálfurum fyrir því. Það var aldrei nein áhætta tekin með mig í gær,“ segir Heimir Óli en hann hvíldi alveg á milli leikja og síðan var skoðað í upphitun í gær hvort hann væri í standi til þess að spila. „Það hefur svo verið einhver umræða um að ég hafi fengið heilahristing. Hún kemur frá einhverjum allt öðrum en okkur. Það eru bara Eyjamenn sem komu með þá umræðu. Við sögðum það aldrei.“ Heimir Óli segist þess utan hafa heyrt umræðu um að Haukarnir hafi verið að beita sér fyrir því að Kári Kristján yrði dæmdur í bann en hann fékk þriggja leikja bann fyrir að setja olnbogann í höfuð Heimis Óla. „Þeir sem halda því fram eru á algjörum villigötum. Það eru einhverjir menn í aganefnd sem við þekkjum ekki neitt og höfum engin afskipti af.“Kári Kristján og Róbert Sigurðarson voru í banni í gær. Hér sjást þeir nokkið léttir í stúkunni fyrir leik.vísir/hbgHeimir Óli segist hafa fundið vel fyrir högginu frá Kára og hann kastaði upp eftir flugið frá Eyjum til Reykjavíkur. „Ég stífnaði allur upp og var mjög aumur eftir þetta. Það er samt ekkert sem bendir til heilahristings. Ég hef ekki verið með nein einkenni og mér leið vel þegar ég hitaði upp fyrir leikinn í gær og var vel fylgst með mér,“ segir Haukamaðurinn en hann fékk högg snemma leiks í gær og fór þá á bekkinn í nokkrar mínútur. „Ég fékk smá högg frá Kristjáni Erni en það var algert óviljaverk svo það komi skýrt fram. Það fór í augað á mér og var ekkert þungt. Ég varð þá að hvíla í þrjár sóknir samkvæmt reglunum. Mér líður vel í dag en verð áfram í meðferð út af stífleikanum aftan í hálsinum.“ Það voru ekki sömu læti í leiknum í gær eins og í leiknum í Eyjum og línumaðurinn bíður spenntur eftir næsta leik í Vestmannaeyjum. „Ég er fullur eftirvæntingar að mæta í Eyjuna fögru. Það verður hörkuleikur og skemmtilegur gegn flottu liði Eyjamanna.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00 Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-27 | Haukar komnir yfir eftir öruggan sigur á Ásvöllum Haukar eru komnir í 2-1 gegn ÍBV og geta tryggt sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla með sigri í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn kemur. 5. maí 2019 18:00
Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29
Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla. Hann sagði að sér hefði brugðið við að lesa lýsingar Kára Kristjáns af atvikinu. 3. maí 2019 20:28
Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37
Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11