Banaslysið við Álfhellu: Sviptur ökuréttindum ævilangt en fékk mótorhjólið skráð á sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 10:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér. Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Karlmaður sem lést í umferðarslysi sem varð við Álfhellu í Hafnarfirði 24. maí 2017 hafði tveimur árum áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Fimmtán dögum áður en slysið varð hafði hann fengið Kawasaki GPZ 500S mótorhjólið sem hann ók skráð á sig. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að skoðað verði hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ökumenn sem hafi verið sviptir ökuréttindum geti verið skráðir eigendur ökutækja án athugasemda.Slysið varð með þeim hætti að bíl sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir mótorhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður mótorhjólsins, 25 ára gamall karlmaður, kastaðist af hjólinu í slysinu oglést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðarvegna áverka sem hann hlaut í slysinu.Hafði ítrekað verið sviptur ökuréttindumÍ skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysasem kom út á föstudag eru orsakir slyssins raktar til þess að ökumaður bílsins hafi beygt í veg fyrir mótorhjólið og að mótorhjólinu hafi verið ekið á of miklum hraða, en hraði mótorhjólsins rett fyrir slysið var reiknaður á bilinu 83 km/klst til 103 km/klst. Líklegasti hraði var metinn um 93 km/klst en hámarkshraði á Álfhellu er 50 kílómetrar.Frá vettvangi slyssins.Mynd/RNSAÞá er orsök slyssins einnig rakin til þess að ökumaður mótorhjólsins var ökuréttindalaus en í skýrslunni kemur fram að hann hafi ítrekað gerst sekur við umferðarlög og verið ítrekað sviptur ökuréttindum. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt árið 2015. Þá hafði hann almenn ökuréttindi en hafði aldrei öðlast réttindi til að aka mótorhjóli.Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn hafði eignast mótorhjólið fimmtán dögum fyrir slysið og fengið það skráð á nafn sitt sama dag. Er það mat Rannsóknarnefndar að taka þurfi til skoðunar hvort og þá hvernig megi koma í veg fyrir að einstaklingar sem ekki hafi aflað sér ökuréttinda eða hafi verið sviptir ökuréttindum ævilangt séu skráðir eigendur að ökutækjum án athugasemda.Er því beint til Samgönguráðuneytisins að taka það til skoðunar auk þess sem að brýnt er fyrir ökumönum að líta tvisvar eftir umferð áður en beygja er tekin fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Þá er einnig bent á að hraðakstur langt yfir leyfilegum ökuhraða valdi þeim sem hann stunda og öðrum vegfarendum mikilli hættu. Lesa má skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa hér.
Hafnarfjörður Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Hafnarfirði Bifhjól og pallbíll rákust saman. 29. maí 2017 13:28 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira