Stærsta timburhúsið á Íslandi rís við höfnina Ari Brynjólfsson skrifar 6. maí 2019 08:00 Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. vísir/sigtryggur ari Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira