Stærsta timburhúsið á Íslandi rís við höfnina Ari Brynjólfsson skrifar 6. maí 2019 08:00 Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. vísir/sigtryggur ari Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira