Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. maí 2019 15:11 Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda endi á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. Skjáskot/RÚV Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. Myndband frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Lungann úr fundinum voru spurningar spyrilsins sem stýrði blaðamannafundinum á léttu nótunum. Þegar líða tók á seinni hlutann var opnað fyrir spurningar blaðamanna úr sal en þá skapaðist mikil ringulreið. Einn úr hópi blaðamannanna spurði hljómsveitina hvort hún hygðist gefa út yfirlýsingu sem hún hafði boðað og hvort hún myndi tengjast átökunum á milli Palestínu og Ísraels. Matthías Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara, svaraði því til að hljómsveitin hygðist vissulega nýta dagskrárvaldið til að halda uppi gagnrýninni umræðu í tengslum við það samhengi sem keppnin er haldin í. Á sama tíma væru þau einnig staðráðin í því að taka þátt í keppninni og hlýða reglunum á hinu eiginlega sviði eins og allir aðrir.Tók að ókyrrast er talið barst að átökum við Palestínu Spyrillinn tók þá að ókyrrast og reyndi að stöðva frekari svör hljómsveitarmeðlima og sagði tímann vera á þrotum. Sami blaðamaður spurði þá aftur hvort hljómsveitin vildi eitthvað tjá sig nánar um hið eldfima ástand. Átök hófust á föstudag þegar íbúar Gaza mótmæltu tálmunum sem Ísraelsher hafði komið upp. Hamasliðar hafa alls skotið um 450 eldflaugum yfir til Ísraels en Ísraelsher svaraði árásinni með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum.Sjá einnig: Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Þegar þarna var komið við sögu reyndi spyrillinn að koma í veg fyrir að blaðamaðurinn fengi að klára spurningu sína en Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari Hatara, bað um að blaðamaðurinn fengi að klára að orða spurningu sína. Þá tók annar gestur fundarins til máls og spurði spyrilinn hvort henni fyndist ekki rétt að listamennirnir nytu tjáningarfrelsis. „Jú, auðvitað. En ég held að þeir séu búnir að svara spurningunni,“ svaraði spyrillinn þá, þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að svara spurningunni þar sem blaðamaðurinn fékk ekki tækifæri til að bera hana upp í heild sinni. Á meðan á þessum skýringum spyrilsins stóð hvíslaði Klemens einhverju að Matthíasi, en ekki er ljóst hvað fór þeirra á milli. Fékk skipanir um að stöðva fundinn „Þeir vilja að ég stoppi núna, ef ég fæ skipun um að halda fundinum áfram þá getum við haldið áfram,“ sagði spyrillinn og í kjölfarið tók Hatrið mun sigra, lag Hatara í keppninni, að óma. Í þann mund tilkynnti spyrillinn að henni hefði verið skipað af yfirboðurum sínum að ljúka fundinum. Ekki tókst þó að ljúka fundinum fyrr en Matthías hafði lýst því yfir að Hatari vonaðist til þess að sjá hernámi Ísraels á Palestínu lokið. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð.“ Fundinn í heild sinni má sjá í myndbandinu hér að neðan, en sá hluti fundarins er fréttin fjallar um hefst þegar um það bil 17 mínútur og 45 sekúndur eru liðnar af myndskeiðinu. Eurovision Tengdar fréttir Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Fyrsta rennsli íslenska Eurovision-atriðisins hlaut einróma lof blaðamanna á svæðinu, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar. 5. maí 2019 12:23 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. Myndband frá fundinum má sjá neðst í fréttinni. Lungann úr fundinum voru spurningar spyrilsins sem stýrði blaðamannafundinum á léttu nótunum. Þegar líða tók á seinni hlutann var opnað fyrir spurningar blaðamanna úr sal en þá skapaðist mikil ringulreið. Einn úr hópi blaðamannanna spurði hljómsveitina hvort hún hygðist gefa út yfirlýsingu sem hún hafði boðað og hvort hún myndi tengjast átökunum á milli Palestínu og Ísraels. Matthías Haraldsson, annar tveggja söngvara Hatara, svaraði því til að hljómsveitin hygðist vissulega nýta dagskrárvaldið til að halda uppi gagnrýninni umræðu í tengslum við það samhengi sem keppnin er haldin í. Á sama tíma væru þau einnig staðráðin í því að taka þátt í keppninni og hlýða reglunum á hinu eiginlega sviði eins og allir aðrir.Tók að ókyrrast er talið barst að átökum við Palestínu Spyrillinn tók þá að ókyrrast og reyndi að stöðva frekari svör hljómsveitarmeðlima og sagði tímann vera á þrotum. Sami blaðamaður spurði þá aftur hvort hljómsveitin vildi eitthvað tjá sig nánar um hið eldfima ástand. Átök hófust á föstudag þegar íbúar Gaza mótmæltu tálmunum sem Ísraelsher hafði komið upp. Hamasliðar hafa alls skotið um 450 eldflaugum yfir til Ísraels en Ísraelsher svaraði árásinni með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum.Sjá einnig: Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Þegar þarna var komið við sögu reyndi spyrillinn að koma í veg fyrir að blaðamaðurinn fengi að klára spurningu sína en Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari Hatara, bað um að blaðamaðurinn fengi að klára að orða spurningu sína. Þá tók annar gestur fundarins til máls og spurði spyrilinn hvort henni fyndist ekki rétt að listamennirnir nytu tjáningarfrelsis. „Jú, auðvitað. En ég held að þeir séu búnir að svara spurningunni,“ svaraði spyrillinn þá, þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að svara spurningunni þar sem blaðamaðurinn fékk ekki tækifæri til að bera hana upp í heild sinni. Á meðan á þessum skýringum spyrilsins stóð hvíslaði Klemens einhverju að Matthíasi, en ekki er ljóst hvað fór þeirra á milli. Fékk skipanir um að stöðva fundinn „Þeir vilja að ég stoppi núna, ef ég fæ skipun um að halda fundinum áfram þá getum við haldið áfram,“ sagði spyrillinn og í kjölfarið tók Hatrið mun sigra, lag Hatara í keppninni, að óma. Í þann mund tilkynnti spyrillinn að henni hefði verið skipað af yfirboðurum sínum að ljúka fundinum. Ekki tókst þó að ljúka fundinum fyrr en Matthías hafði lýst því yfir að Hatari vonaðist til þess að sjá hernámi Ísraels á Palestínu lokið. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð.“ Fundinn í heild sinni má sjá í myndbandinu hér að neðan, en sá hluti fundarins er fréttin fjallar um hefst þegar um það bil 17 mínútur og 45 sekúndur eru liðnar af myndskeiðinu.
Eurovision Tengdar fréttir Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Fyrsta rennsli íslenska Eurovision-atriðisins hlaut einróma lof blaðamanna á svæðinu, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar. 5. maí 2019 12:23 Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19 Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00 „Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Fyrstu æfingu Hatara í Tel Aviv lokið: „Ég man ekki eftir svona góðri fyrstu æfingu“ Fyrsta rennsli íslenska Eurovision-atriðisins hlaut einróma lof blaðamanna á svæðinu, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar. 5. maí 2019 12:23
Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. 1. maí 2019 17:19
Hafa þegar skrifað íslensku þjóðinni afsökunarbréf skyldu þau vinna Eurovision Þetta sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, í viðtali við Eurovision-rásina wiwiblogs í Madríd í gær. 21. apríl 2019 10:00
„Hatrið hefur yfirgefið landið“ og lagt af stað til Tel Aviv Hópurinn kom saman fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 3:45 og flugu úr landi snemma í morgun en millilent verður í London. 3. maí 2019 10:19