Með barefli inni á skemmtistað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 08:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inn á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tilkynningu um mann með barefli inni á skemmtistað í Hamraborg í Kópavoginum. Þegar lögregla kom á vettvang stóð maðurinn fyrir utan skemmtistaðinn með golfkylfu í höndunum. Maðurinn reyndist vera ofurölvi en ekki hafa ógnað neinum með kylfunni. Lögreglan kom manninum til síns heima. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt því upp komu fjölmörg mál sem tengjast ölvun og árásum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna manns sem veittist að dyravörðum. Þegar lögreglu bar að garði reyndi umræddur maður að veitast að lögreglumönnum og var hann vistaður í fangaklefa í þágu málsins. Lögreglan fékk í nótt tilkynningu um mann sem lét höggin dynja á húsum að utanverðu en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn blóðugur á höndunum eftir hamaganginn og því sjúkrabíll kallaður á vettvang til að hlúa að manninum. Í gær var lögreglu tilkynnt um tvo menn sem væru á hlaupum eftir þeim þriðja. Í tilkynningunni kom fram að mennirnir tveir hefðu haldið á hafnaboltakylfum. Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á mönnunum þremur þrátt fyrir leit. Í Breiðholti var tilkynnt um manns sem stæði fyrir framan heimili með hamar. Hann reyndist þó farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið. Lögreglan fékk tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í hús. Maðurinn var æstur og óviðræðuhæfur og vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt en þar áttu tvær konur í hlut. Þær voru frjálsar ferðar sinna að skýrslutöku lokinni. Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum. Lögregla fékk þá tilkynningu um mann sem ítrekað gekk fyrir bíla. Þegar afskipti voru höfð af manninum kom í ljós að hann var með fíkniefni í fórum sínum og í annarlegu ástandi. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla þurfi að hafa afskipti af manni sem gekk í hús og tók í hurðarhúna. Eftir nánari eftirgrennslan reyndist maðurinn vera mjög ölvaður og á leið heim til sín en hann hafði farið húsvillt að því er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglu. Þá voru 8 ökumenn stöðvaðir víðs vegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira