Barátta bæjarstjóranna við Google bar árangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 13:23 Bæjarfélögin eru nú hin blómlegustu á Google Maps. Google Maps/Skjáskot Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta. Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta.
Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira