„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2019 12:20 Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. vísir/vilhelm Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30