Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. maí 2019 07:45 [Burðarmynd með smá súmmeringu inn á Schutz í hvítu skyrtunni) Frá blaðamannafundi um lausn Geirfinnsmálsins 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45