Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 18:16 Frosti Sigurjónsson (t.v.) segir alla velkomna í hópinn, en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnari D. Ólafssyni var í dag rekinn úr umræðuhópnum vegna umsagnar Viðskiptaráðs. Samsett Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira