Russell var þá tekinn með marijúana í fórum sínum þegar hann ætlaði að fljúga frá New York eftir NBA-tímabilið.
Marijúana fannst í tösku Russell sem hann hafði innritað.
Nets point guard D'Angelo Russell busted for pot possession at LaGuardia Airport https://t.co/CGP0w0bKy9
— New York Post Sports (@nypostsports) May 2, 2019
Marijúanað var vel falið í leynihólfi í dós með tepokum en USA Today sagði frá vandræðum leikmannsins.
D'Angelo Russell var á sínu öðru tímabili með Brooklyn Nets liðsins en hann kom þangað frá Los Angeles Lakers.
Í vetur var hann með 21,1 stig og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik og hækkaði sig verulega frá því að vera með 15,5 stig og 5,2 stoðsendingar að meðaltali tímabilið á undan.
Brooklyn Nets liðið komst líka í úrslitakeppnina í fyrsta sinn frá 2015 en féll út 4-1 á móti Philadelphia 76ers.
Hinn 23 ára gamli D'Angelo Russell þarf nú að mæta fyrir rétt þar sem málið verið tekið fyrir.