Segir óhjákvæmilegt að samþjöppun verði hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:30 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Nær öruggt er að aukin samþjöppun verði í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Ný skýrsla um stöðu ferðaþjónustunnar bendir til þess að ferðamönnum sem koma til Íslands muni fækka í ár, í fyrsta sinn síðan 2011. Greining Íslandsbanka kynnti í dag skýrslu um stöðu íslenskrar ferðaþjónustu, helstu áskoranir og rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni. Flugframboð er einn þeirra þátta sem hefur áhrif á fækkun ferðamanna en meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að framboð flugsæta dragist saman um 28% með gjaldþroti WOW air. Icelandair auki þó framboð sitt um 14% og önnur erlend flugfélög um 5%. „Afkoman verður verri á þessu ári heldur en á því síðasta og það bætist mjög mikið ofan á og við teljum að það verði töluvert mikið fall á gjaldeyristekjum á þessu ári,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar. Þá er það meðal niðurstaðna skýrslunnar að tæplega helmingur fyrirtækja í greininni skili tapi. Þá muni hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölga um 8% á árinu á sama tíma og ferðamönnum fækkar. Aðspurður kveðst Jóhannes Þór ekki líta svo á að farið hafi verið of geyst í hóteluppbyggingu. Þörfin hafi verið til staðar. „Það verður flókin framtíð svona næstu kannski 12 til 18 mánuði. Það verður hagræðingarfasi og kannski meiri samþjöppun heldur en við áttum von á og það er ekki sársaukalaust,“ segir Jóhannes. „Það er alveg óhjákvæmilegt,“ bætir hann við, spurður hvort það stefni í aukinn samruna fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira