Upphitun: Sindratorfæran um helgina Bragi Þórðarson skrifar 2. maí 2019 23:30 Þór Þormar Pálsson sló hraðamet á vatninu í fyrra. Bergur Bergsson Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur keppnina í 46. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er sú fyrsta í Íslandsmótinu og hefst hún klukkan 11 á laugardaginn. Eknar verða sex brautir og að sjálfsögðu endar keppnin í ánni og mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmtileg stemning hefur myndast í brekkunum. Rúmlega 90 sjálfboðaliðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmdi sér sem mest.Íslandsmeistarinn í vandræðumÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er í vandræðum með vélina í bíl sínum. Þór keypti gríðarlega öflugan mótor fyrir síðasta keppnistímabil sem skilaði honum sigri í Sindratorfærunni. Þá sló hann einnig hraðametið yfir ánna er hann mældist á 102 kílómetra hraða ofan á vatninu. Nú hefur sá mótor verið sendur til Bandaríkjanna í viðgerð og mun Þór því keppa með annan mótor á Hellu. Þegar fréttaritari Vísis náði tali af Þór var bíllinn ekki enn farinn að ganga almennilega. ,,Það lýtur út fyrir að ventill hafi bognað, þetta er smá vesen en við erum staðráðnir í að mæta á Hellu’’ sagði Þór Þormar. Áhorfendur fá alltaf nóg af tilþrifum á Hellu.Bergur BergssonÞað verða margir að berjast á toppnumAtli Jamil Ásgeirsson endaði annar til Íslandsmeistara í fyrra eftir mjög harða baráttu við Þór Þormar. Atli ætlar að taka sér pásu frá torfærunni í ár sem að ætti að opna dyrnar fyrir aðra ökumenn. ,,Það hefur verið mjög lítill munur milli manna síðustu ár og trúi ég að það verði áfram svoleiðis í sumar’’ sagði Ingólfur Guðvarðarson sem ekur Guttanum Reborn. Ingólfur náði sínum fyrsta sigri í torfærukeppni í fyrra og endaði mótið í þriðja sæti, sem er hans besti árangur til þessa. Geir Evert Grímsson ekur Sleggjunni og endaði fjórði í Íslandsmótinu árið 2018. Geir var kokhraustur er Vísir hafði samband við hann. ,,Við stefnum alltaf á fyrsta sætið og verður staðið við það í ár’’. Geir Evert hefur verið að keppa síðan 2015 og hefur reglulega endað á verðlaunapalli, hann er þó enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði rétt eins og Ingólfur sínum fyrsta sigri í fyrra. Undirbúningur fyrir komandi tímabil hefur gengið vel hjá liðinu og segir Haukur allt vera tilbúið fyrir Hellu. Ingólfur Guðvarðarson komst alla leið í mýrinni í fyrraBergur BergssonLightfoot ennþá í tolliJón Vilberg Gunnarsson mun snúa aftur til leiks eftir þriggja ára pásu. Jón á að baki þrjá titla í götubílaflokki en mun nú mæta til leiks í flokki sérútbúna bíla. Í vetur festi hann kaup á einum besta torfærubíls heims, Lightfoot frá Noregi. ,,Bíllinn losnar ekki úr tolli fyrr en á föstudaginn, þá verður vonandi bara brunað með hann beint á Hellu og hann prófaður þar’’ sagði Jón Vilberg sem er spenntur að fara að keyra á ný. ,,Það er alltaf mikil spenna fyrir fyrstu keppni og sérstaklega núna eftir að hafa verið á hliðarlínunni í þrjú ár’’. Alls eru 19 bílar skráðir til leiks og þar af eru 15 í sérútbúna flokknum. Í götubílaflokki eru fjórir bílar skráðir, Steingrímur Bjarnason er talinn mjög sigurstranglegur í þeim flokki enda hefur hann verið að keppa í tæp 30 ár.Top Gear mæta til leiks Breski sjónvarpsþátturinn Top Gear verður að mynda Sindratorfæruna um helgina. Tveir þáttastjórnendur þeirra verða að keppa og segjast þeir ætla að sýna Íslendingunum hvernig á að gera þetta. Annar þeirra, fyrrum krikket leikmaðurinn Freddie Flintoff, er að koma nýr inn í Top Gear fyrir seríuna sem verið er að taka upp núna. Hann mun aka Kötlu Túrbó en eigandi bílsins, Guðbjörn Grímsson, hefur verið að endursmíða bílinn í vetur. Keppnin byrjar tímanlega klukkan 11 á laugardaginn og kostar 2000 krónur inn. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hvetur áhorfendur að mæta með seðla svo að miðasalan gangi hraðar fyrir sig. Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Flugbjörgunarsveitin á Hellu heldur keppnina í 46. skiptið á akstursíþróttasvæði sínu rétt austan við Hellu. Keppnin er sú fyrsta í Íslandsmótinu og hefst hún klukkan 11 á laugardaginn. Eknar verða sex brautir og að sjálfsögðu endar keppnin í ánni og mýrinni. Síðastliðin ár hafa gríðarlega margir áhorfendur mætt á Hellutorfæruna og mjög skemmtileg stemning hefur myndast í brekkunum. Rúmlega 90 sjálfboðaliðar FBSH munu sjá til þess að allt fari vel fram og að áhorfendur skemmdi sér sem mest.Íslandsmeistarinn í vandræðumÞór Þormar Pálsson, ríkjandi Íslandsmeistari, er í vandræðum með vélina í bíl sínum. Þór keypti gríðarlega öflugan mótor fyrir síðasta keppnistímabil sem skilaði honum sigri í Sindratorfærunni. Þá sló hann einnig hraðametið yfir ánna er hann mældist á 102 kílómetra hraða ofan á vatninu. Nú hefur sá mótor verið sendur til Bandaríkjanna í viðgerð og mun Þór því keppa með annan mótor á Hellu. Þegar fréttaritari Vísis náði tali af Þór var bíllinn ekki enn farinn að ganga almennilega. ,,Það lýtur út fyrir að ventill hafi bognað, þetta er smá vesen en við erum staðráðnir í að mæta á Hellu’’ sagði Þór Þormar. Áhorfendur fá alltaf nóg af tilþrifum á Hellu.Bergur BergssonÞað verða margir að berjast á toppnumAtli Jamil Ásgeirsson endaði annar til Íslandsmeistara í fyrra eftir mjög harða baráttu við Þór Þormar. Atli ætlar að taka sér pásu frá torfærunni í ár sem að ætti að opna dyrnar fyrir aðra ökumenn. ,,Það hefur verið mjög lítill munur milli manna síðustu ár og trúi ég að það verði áfram svoleiðis í sumar’’ sagði Ingólfur Guðvarðarson sem ekur Guttanum Reborn. Ingólfur náði sínum fyrsta sigri í torfærukeppni í fyrra og endaði mótið í þriðja sæti, sem er hans besti árangur til þessa. Geir Evert Grímsson ekur Sleggjunni og endaði fjórði í Íslandsmótinu árið 2018. Geir var kokhraustur er Vísir hafði samband við hann. ,,Við stefnum alltaf á fyrsta sætið og verður staðið við það í ár’’. Geir Evert hefur verið að keppa síðan 2015 og hefur reglulega endað á verðlaunapalli, hann er þó enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði rétt eins og Ingólfur sínum fyrsta sigri í fyrra. Undirbúningur fyrir komandi tímabil hefur gengið vel hjá liðinu og segir Haukur allt vera tilbúið fyrir Hellu. Ingólfur Guðvarðarson komst alla leið í mýrinni í fyrraBergur BergssonLightfoot ennþá í tolliJón Vilberg Gunnarsson mun snúa aftur til leiks eftir þriggja ára pásu. Jón á að baki þrjá titla í götubílaflokki en mun nú mæta til leiks í flokki sérútbúna bíla. Í vetur festi hann kaup á einum besta torfærubíls heims, Lightfoot frá Noregi. ,,Bíllinn losnar ekki úr tolli fyrr en á föstudaginn, þá verður vonandi bara brunað með hann beint á Hellu og hann prófaður þar’’ sagði Jón Vilberg sem er spenntur að fara að keyra á ný. ,,Það er alltaf mikil spenna fyrir fyrstu keppni og sérstaklega núna eftir að hafa verið á hliðarlínunni í þrjú ár’’. Alls eru 19 bílar skráðir til leiks og þar af eru 15 í sérútbúna flokknum. Í götubílaflokki eru fjórir bílar skráðir, Steingrímur Bjarnason er talinn mjög sigurstranglegur í þeim flokki enda hefur hann verið að keppa í tæp 30 ár.Top Gear mæta til leiks Breski sjónvarpsþátturinn Top Gear verður að mynda Sindratorfæruna um helgina. Tveir þáttastjórnendur þeirra verða að keppa og segjast þeir ætla að sýna Íslendingunum hvernig á að gera þetta. Annar þeirra, fyrrum krikket leikmaðurinn Freddie Flintoff, er að koma nýr inn í Top Gear fyrir seríuna sem verið er að taka upp núna. Hann mun aka Kötlu Túrbó en eigandi bílsins, Guðbjörn Grímsson, hefur verið að endursmíða bílinn í vetur. Keppnin byrjar tímanlega klukkan 11 á laugardaginn og kostar 2000 krónur inn. Flugbjörgunarsveitin á Hellu hvetur áhorfendur að mæta með seðla svo að miðasalan gangi hraðar fyrir sig.
Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira