Ríkissaksóknari vill halda áfram rannsókn Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Hvalur hf. hefur aldrei staðið skil á veiðidagbókum fyrirtækisins til Fiskistofu. Fréttablaðið/Anton Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á meintum brotum Hvals hf. um að hafa unnið hvalafurðir án yfirbyggðs skurðarflatar í verksmiðju sinni í Hvalfirði. Einnig hefur ríkissaksóknari sent lögreglustjóranum á Vesturlandi meint brot Hvals hf. um að skila ekki dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa til Fiskistofu, til rannsóknar hjá lögreglu. Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fjórum sinnum á síðustu mánuðum og talið að fyrirtækið brjóti lög við veiðar og vinnslu á hval. Í fyrsta lagi var kærð veiði á blendingshval sem var afkvæmi steypireyðar og langreyðar og að skutulbyssur fyrirtækisins hafi ekki verið skráðar í skrám lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn þeirra mála hefur verið hætt og verður ekki gefin út ákæra vegna þeirra. Einnig kærðu Jarðarvinir það að verkun Hvals á hvalkjöti væri ekki í samræmi við reglugerð um yfirbyggðan skurðarflöt. Lögreglustjórinn ákvað að hætta rannsókn málsins en ríkissaksóknari er ósáttur við þá niðurstöðu og skipar embættinu að halda áfram rannsókn á þeim hluta málsins.Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð um vinnslu hvalafurða og fyrirtækinu gert skylt að vinna hval innandyra. Hins vegar sinnti fyrirtækið því aldrei. Það var síðan árið 2018 að Kristján Loftsson bað sjávarútvegsráðherra um að breyta reglugerðinni. Henni var svo breytt innan mánaðar frá bréfi Kristjáns Loftssonar. Einnig hefur ríkissaksóknari sent til lögregluembættisins á Vesturlandi nýja kæru. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur Hvalur hf. aldrei staðið í skilum á veiðidagbókum skipstjóra Hvals hf. til Fiskistofu, þrátt fyrir skýr fyrirmæli um slíkt í veiðileyfi til fyrirtækisins sem gefið var út árið 2014 fyrir árin 2014-2018. Vill ríkissaksóknari að embættið rannsaki málið frekar. Þann 26. apríl auglýsti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiðileyfi á hrefnu til ársins 2023. Hins vegar hefur ráðuneytið ekki ennþá auglýst til umsóknar leyfi til langreyðarveiða hér við land. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hins vegar afar ólíklegt að nokkur veiði verði á langreyði þetta árið þar sem nægt hvalkjöt er til frá fyrri vertíð.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira