Iceland Music News fylgir Hatara eftir í Ísrael Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 17:19 Hákon Jóhannesson ræðir hér við Matthías Tryggva Haraldsson, einn meðlima Hatara, í fyrsta þætti Iceland Music News um Eurovision. Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Fréttamiðillinn Iceland Music News birti í dag fyrsta þátt sinn af tuttugu þar sem fjallað verður um Eurovision í Ísrael og þátttöku íslensku hljómsveitarinnar Hatara í keppninni en eins og kunnugt er flytja þeir framlag Íslendinga í ár, lagið Hatrið mun sigra. Hákon Jóhannesson er ritstjóri Iceland Music News. Spurður hvort að miðillinn sé á vegum Hatara segir hann fjölmiðilinn sem slíkan sjálfstæðan. „Og er í eigu fyrirtækis sem er ekki Hatari en við erum vissulega að fara út að elta Hatara en líka til að kynna okkur aðstæður í Ísrael. Við erum líka að fara þangað því þetta er framandi land og það er mikið í umræðunni að það sé ef til vill umdeilt að keppnin sé haldin í Ísrael þetta árið. Það er ekki síst í ljósi þess sem við erum að fara út,“ segir Hákon.En hver eru tengsl hljómsveitarinnar sjálfrar við fjölmiðilinn? Fyrirtækið sem á miðilinn, eru þar á bak við hljómsveitarmeðlimir? „Hljómsveitarmeðlimir og fjölmiðillinn sjálfur, þó svo að þeir kunni að vera undir hatti sama fyrirtækis þá þýðir það ekki að hljómsveitarmeðlimir stjórni því sem fer fram á miðlinum sjálfum. Ég er ritstjóri fjölmiðilsins og sé um að velja alla viðmælendur, ég sé um að skipuleggja öll viðtöl og þegar öllu er á botninn hvolft stjórna ég öllu sem fer út í nafni þessa miðils,“ segir Hákon. Hákon segir að Iceland Music News hafi undanfarnar vikur meðal annars tekið viðtöl við aðra keppendur í Eurovision. „Við fóurm til Madrid á svona undankvöld sem er kallað Pre-Party og er haldið árlega í nokkrum stórborgum í Evrópu. Þar töluðum við við ýmsa keppendur, til að mynda frá Albaníu, Belgíu og Ísrael. Við töluðum líka við heimamenn þar, svokallaða Eurovision-sérfræðinga bæði um keppnina sjálfa og líka þá staðreynd að keppnin er haldin í Ísrael og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið á því,“ segir Hákon. Tveir starfsmenn fara út til Ísrael þann 3. maí næstkomandi, sama dag og hljómsveitin sjálf heldur til Tel Aviv. „Ég er að senda út tvo starfsmenn áður en ég fer sjálfur út. Ég ætla að sjá hvernig gengur hjá þeim áður en ég fer sjálfur út en já, ég sendi tvo starfsmenn út 3. maí sem er sami dagur og hljómsveitin fer út. En þau eru ekki að fara í sama ferðalag, þau eru ekki að fara í sama flug eða neitt svoleiðis. Þetta er bara svona tíminn þegar allir sem koma að keppninni eru að koma saman,“ segir Hákon. Fyrsta þátt Iceland Music News um Eurovision má sjá hér fyrir neðan en einn þáttur á dag mun birtast þar til 20. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47 María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17 Mest lesið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Fleiri fréttir Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Sjá meira
Hatara spáð áttunda sæti í stóru könnun Eurovision-aðdáendaklúbbanna Niðurstöður OGAE Big Poll 2019 voru kynntar í gær. 1. maí 2019 10:47
María Ólafs sest í sæti dómara í Eurovision María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015 með lagið Lítil skref, verður í dómnefnd Íslands í Eurovision sem fram fer í Ísrael í ár. Tilkynnt hefur verið hverjir standa vaktina í dómnefndum þátttökuþjóðanna. 30. apríl 2019 12:17