Dansandi skólastjóri í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. maí 2019 20:00 Eitt af því skemmtilegasta sem nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn gera er að mæta í danstíma í skólanum en dans hefur verið kenndur þar í tuttugu ár. Foreldrar fá svo að sjá afrakstur vetrarins á danssýningu í íþróttahúsinu. Ólína Þorleifsdóttir, skólastjórinn er engin undantekning frá danskennslunni. Dans er hluti af verk og listgreinum í skólanum og allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk fara í dans einu sinni í viku og dans er valgrein í unglingadeild skólans. „Það bara bætir og kætir að dansa, maður verður glaður í hjartanu að dansa og hreyfa sig en dans er líka mikilvæg list og verkgrein, hún æfir samvinnu, danssporin, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er gott undirstöðuatriði fyrir ýmislegt í lífinu,“ segir Ólína. Krökkunum finnst frábært í danstímunum en þar læra þau fjölbreytt úrval af dönsum. Nemendur skólans eru mjög áhugasamir í danstímum og þykir gaman að fá að sýna dans.Magnús HlynurNemendur sjöunda bekkjar sem eru komnir lengst í dansinum læra meðal annars jive, gömlu dansana og suður-ameríska dansa. Þegar líður að skólalokum á vorin er foreldrum og aðstandendum barnanna boðið á danssýningu í íþróttahúsinu þar sem börnin láta ljós sitt skína á gólfinu en það gerðist einmitt í síðustu viku. Í lok danssýningarinnar dönsuðu allir krakkarnir saman með Ólínu skólastjóra fremsta á gólfinu. Línudans er í miklu uppáhaldi hjá nemendum skólans.Magnús Hlynur Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn gera er að mæta í danstíma í skólanum en dans hefur verið kenndur þar í tuttugu ár. Foreldrar fá svo að sjá afrakstur vetrarins á danssýningu í íþróttahúsinu. Ólína Þorleifsdóttir, skólastjórinn er engin undantekning frá danskennslunni. Dans er hluti af verk og listgreinum í skólanum og allir nemendur í fyrsta til sjöunda bekk fara í dans einu sinni í viku og dans er valgrein í unglingadeild skólans. „Það bara bætir og kætir að dansa, maður verður glaður í hjartanu að dansa og hreyfa sig en dans er líka mikilvæg list og verkgrein, hún æfir samvinnu, danssporin, fínhreyfingar og grófhreyfingar og er gott undirstöðuatriði fyrir ýmislegt í lífinu,“ segir Ólína. Krökkunum finnst frábært í danstímunum en þar læra þau fjölbreytt úrval af dönsum. Nemendur skólans eru mjög áhugasamir í danstímum og þykir gaman að fá að sýna dans.Magnús HlynurNemendur sjöunda bekkjar sem eru komnir lengst í dansinum læra meðal annars jive, gömlu dansana og suður-ameríska dansa. Þegar líður að skólalokum á vorin er foreldrum og aðstandendum barnanna boðið á danssýningu í íþróttahúsinu þar sem börnin láta ljós sitt skína á gólfinu en það gerðist einmitt í síðustu viku. Í lok danssýningarinnar dönsuðu allir krakkarnir saman með Ólínu skólastjóra fremsta á gólfinu. Línudans er í miklu uppáhaldi hjá nemendum skólans.Magnús Hlynur
Skóla - og menntamál Ölfus Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira