Lífið

Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í Hatara

Samúel Karl Ólason skrifar
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.
Samtökin PACBI, eða BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir gjörning meðlima hljómsveitarinnar Hatari á Eurovision. Þar héldu þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson á fána Palestínu þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.

Það væri ekki hægt að jafna út þann „skaða“ sem listamenn geri mannréttindabaráttu samtakanna með því að taka þátt í keppninni.

Yfirlýsinguna má sjá hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×