Matthías um útspil Hatara: „Þetta er allt samkvæmt áætlun“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 00:15 Matthías var hress þegar fréttamaður heyrði í honum hljóðið. Vísir Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Meðlimir Hatara voru nokkuð brattir þegar fréttamenn Vísis náðu af þeim tali eftir úrslitakvöld Eurovision og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af viðbrögðum við uppákomu þeirra þar sem þeir veifuðu palestínskum fána í beinni útsendingu. Fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins virtist þá ekki heldur þjakaður af áhyggjum Fréttamenn Vísis náðu stuttlega tali af liðsmönnum Hatara eftir úrslitakvöldið í Eurovision þar sem Hatari hélt uppi palestínskum fána undir lok útsendingar, nánar tiltekið þegar stig Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt. „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum.Þá sagðist Felix Bergsson, fararstjóri Íslenska hópsins, ekki hafa miklar áhyggjur af þeim afleiðingum sem uppátæki Hatara kynni að hafa í för með sér.Hefur þetta einhverjar afleiðingar?„Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“ Aðspurður sagðist Felix ekki hafa miklar áhyggjur af framvindu málsins næstu daga, en kvaðst þó verða feginn því að komast heim til Íslands á mánudaginn. Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld birti Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði taka fánana af meðlimum sveitarinnar.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42 Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: "Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“ Uppákoma við stigagjöf íslenska Eurovision-atriðisins þar sem Hatari hélt uppi fána Palestínu fór ekki vel í alla. 18. maí 2019 23:42
Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. 18. maí 2019 22:58