Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 16:15 Ólafur Vigfús Ólafsson. Vísir/Baldur Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur
Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42