Sparkað í heimilislausa Benedikt Bóas skrifar 18. maí 2019 15:00 Góðgerðarleikur, Eurovision 2019. Allir samankomnir eftir leik með bros á vör og góða skapið að vopni. Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur. Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur.
Eurovision Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira