Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 10:30 Klemens og Gísli betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara, fara yfir málin rétt fyrir brottför. Vísir/Kolbeinn Tumi Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag. Eurovision Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag.
Eurovision Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira