Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 09:37 Peter Fenner ásamt Einari Hrafni Stefánssyni sem skrifaði að sjálfsögðu á fánann. Vísir/Kolbeinn Tumi Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner
Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira