Eurovision spá Google bendir til verðlaunasætis hjá Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 17:21 Hatari á sviði í Ísrael á þriðjudaginn. Nordicphotos/AFP Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur. Eurovision Google Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Franska söngkonan Bilal Hassani með lagið Roi mun standa uppi sem sigurvegari í Eurovision þetta árið sé miðað við áhuga á söngkonunni á Google. Hatari með lagið Hatrið mun sigra hafnar í öðru sæti, Sergey Lazarev frá Rússlandi með Scream í því þriðja og Hollendingurinn fljúgandi Duncan Laurence í fjórða sæti. En er eitthvað að marka leit á Google þegar kemur að úrslitum í Eurovision? Um þetta fjallar Maarten Lambrechts fyrir Google News Initiative. Eins og alþjóð veit ráðast úrslitin af niðurstöðu dómnefndar sem gildir til helmings á móti atkvæðum fólks í símakosningu. Ef fólk greiddi atkvæði í hverju landi fyrir sig í samræmi við hve oft hefur verið leitað að framlögum landanna á Google yrði niðurstaðan eftirfarandi.Frakkar tróna á toppnum hjá Google og Ísrael á botninum.Athygli vekur að á sama tíma og veðbankar telja 47% líkur á hollenskum sigri, langmestar líkur, hafnar hann aðeins í fjórða sæti miðað við Google leit. Malta, Danmörk og gestgjafarnir frá Ísrael hafa í neðstu sætum með núll stig byggt á leitarvélanotkun.Hér má skoða á gagnvirku korti hver stigafjöldin yrði frá öðrum löndum sé miðað við Google leit. Ísland fengi tólf stig frá Bretum, Finnum, Noregi, Danmörku, Hollandi, Póllandi og Ítalíu.Gulu löndin gefa Íslandi tólf stig sé miðað við Google leit. Danir, Norðmenn og Finnar eru spenntir fyrir Hatara ásamt Bretum, Ítölum, Hollendingum og Pólverjum.Árið 2017 reyndist leit á Google hafa gott forspárgildi fyrir úrslitin í Eurovision. Mest var leitað að Salvador Sobral sem stóð uppi sem sigurvegari. Í fyrra var Fuego Eleni Foureira frá Kýpur spáð sigri samkvæmt Google en hafnaði í öðru sæti. Líta þarf yfir stærra tímabil til að átta sig á hvort um hundaheppni hafi verið að ræða eða hvort Google hafi eitthvað til síns máls. Google News Initiative tók því saman gögn úr síðustu fimmtán keppnum og bar saman Google leit við niðurstöðu í keppninni til að skoða hvort einhver fylgni væri þar á milli. Í ljós kom að sterk fylgni var á milli leitar á Google og símakosningarinnar. Mest var leitað að Rússum yfir þetta tímabil á meðan Búlgarir fengu flest atkvæði í símakosningu miðað við leit. Á grafinu hér að neðan má sjá fylgnina. Í tilfelli Íslands höfum við fengið aðeins fleiri stig en reikna hefði mátt með miðað við leit á Google.Mest hefur verið leitað að framlagi Rússa undanfarin ár en Búlgarir fengið flest stig að meðaltali.Kafað er enn dýpra í fræðin og fylgni skoðuð á hverju ári fyrir sig. Þá kemur í ljós að árin 2007,2008 og 2014-2017 var sterk fylgni á milli en öllu minni önnur ár. Níu ár af fimmtán fengu framlögin sem mest var leitað að flest stigin. Átta af þessum níu árum unnu framlögin með flest atkvæði í símakosningu, þ.e. niðurstaða dómnefnda breytti ekki niðurstöðunni. Við þetta má bæta að horft hefur verið á atriði Íslands frá því á þriðjudaginn rúmlega 1,2 milljón sinnum undanfarna þrjá sólarhringa sem er sannarlega í efri kantinum hjá framlögum í Eurovision. Fæstar þjóðir hafa fengið yfir milljón áhorf.Hatari er í áttunda sæti veðbanka sem stendur.
Eurovision Google Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira