Gaddar og ólar í stað glimmers Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. maí 2019 07:45 Gera má ráð fyrir að margir klæðist Hatarabúningum annað kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira