Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 23:30 Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga. Loftslagsráð var skipað fyrir ári. Hlutverk þess er að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir loftslagsbaráttuna tvíþætta, annars vegar snýr hún að áætlunum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að aðlögun að loftslagsbreytingum. „Við munum þurfa að lifa líka með einhverjum afleiðingum af þeim loftslagsbreytingum sem þegar hafa orðið og munu verða. Þá er mikilvægt að samfélagið sé tilbúið til að aðlagast slíkum breytingum í framtíðinni,“ segir ráðherrann. Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. „Þá hef ég falið loftslagsráði að leiðbeina stjórnvöldum um hvernig eigi að vinna þessa áætlun þannig að vinnan er komin í gagn sem betur fer,“ segir Guðmundur Ingi.Langflest tjón tengjast loftslagi „Það skiptir öllu máli að allir sem hafa hagsmuni og hlutverk í þessu samhengi tali saman og hjálpist að við að meta hagkvæmni þess að ráðast í einhverjar aðgerðir,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Náttúruhamfaratrygging Íslands skoðar hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar næstu áratugi geta haft á kostnað og umfang tjóna. „Ef við skoðum þrjátíu ára sögu þá eru um það bil 25% af tjónskostnaðinum vegna atburða sem tengjast loftslagi,“ segir Jón Örvar. Þegar litið er til fjölda atburða er niðurstaðan sú að 95% af tjónum tengjast loftslagi. „Það er ekkert útilokað í framtíðinni ef flóð til dæmis aukast og verða tíðari og alvarlegri að þá þurfum við að hækka iðgjald vátryggingarinnar til að standa straum af tjónskostnaðinum,“ segir hann.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00 Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. 16. maí 2019 12:00
Þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt Ísland lýsi ekki yfir neyðarástandi Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir þörf á róttækum aðgerðum í loftslagsmálum þótt hún hafi persónulega ekki fulla sannfæringu fyrir því að Ísland eigi að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra. 16. maí 2019 20:45