Baldur kallaður „gyðingahatari“ á götum Tel Avív Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 19:14 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson eru nú staddir í Tel Avív en Felix er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Una Sighvatsdóttir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv. Eurovision Ísrael Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv.
Eurovision Ísrael Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira