Lífið

Hatari færist í ranga átt á lista veðbanka

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Klemens Hannigan ásamt Felix Bergssyni á blaðamannafundi eftir undanúrslitin á þriðjudaginn.
Klemens Hannigan ásamt Felix Bergssyni á blaðamannafundi eftir undanúrslitin á þriðjudaginn. ESC YouTube
Eftir að hafa rokið upp um fimm sæti, úr tíunda sæti í það fimmta, á tveimur dögum á lista veðbanka yfir líklega sigurvegara í Eurovision er Hatari kominn í sjötta sætið. Taldar eru fimm prósent líkur á íslenskum sigri en þær voru metnar sex prósent í gær.

Það er ítalski hjartaknúsarinn Mahmoood með lag sitt Soldi sem skýst úr áttunda sæti listans í það fimmta. Hann hefur aldrei verið neðar en í áttunda sæti undanfarnar vikur og talinn eiga fimm prósent líkur líkt og Ísland.

Hollendingar eru taldir langlíklegastir til að vinna keppnina með laginu Arcade sem Duncan Laurence syngur. Hollendingar hafa setið efstir á lista veðbanka án nokkurrar samkeppni undanfarnar vikur. Líkurnar eru taldar 37 prósent á hollenskum sigri.

Svíar sitja í öðru sæti með laginu Too Late for Love, sem John Lundvik syngur. Bæði þessi lög eru í seinni undanúrslitariðlinum sem fram fer í kvöld. Vinir Ástrala frá því á þriðjudaginn eru í þriðja sæti en svo kemur Rússinn Sergey Lazarev með lagið Scream.

Reikna má með því að röð laganna hjá veðbönkum muni breytast töluvert í kvöld þegar síðari undanúrslitariðlinum verður lokið.

Nánar má lesa um stöðuna hjá veðbönkum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×