Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:30 Enn á eftir að taka skýrslu af ökumanni bílsins. Vísir/Vilhelm Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira