Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna kaja­kræðara í vanda

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld.
Tilkynningin barst skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar hafa verið kallaðar út eftir að tilkynning barst um kajakræðara í vanda fyrir utan Grafarvog í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 20:30 í kvöld.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir sveitir úr Reykjavík vera á leiðinni á staðinn. Upplýsingar hafi borist um að nálægur bátur væri einnig á leið til ræðarans.

Uppfært: 21:04:

Davíð segir að annar kajakræðari hafi aðstoðað manninn í land á Geldinganes. Hafi slökkvilið aðstoðað á vettvangi en maðurinn var orðinn kaldur og hrakinn. Björgunarsveitir voru afturkallaðar skömmu eftir að boðið kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×