Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2019 20:00 Þó að dystópían í skáldsögunni Saga þernunnar eftir Margaret Atwood sé fjarlæg minnir löggjöfin í Alabama skuggalega á þann óþægilega sagnaheim. AP/Mickey Welsh „Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar. Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
„Þetta hefur verið langvinnt ferli, þetta kemur ekkert úr lausu lofti,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði um nýsamþykkta löggjöf í ríkisþingi Alabama sem bannar þungunarrof í nær öllum tilfellum. Ríkisstjóri Alabama á eftir að undirrita lögin en afar líklegt er að reynt verði á þau fyrir lögum. „Markmið þeirra sem styðja þetta frumvarp er að það verði ekkert endilega samþykkt heldur að það verði farið með það fyrir dóm vegna þess að núverandi hæstiréttur er íhaldssamur að þá verði Roe gegn Wade, málinu frá 1973, sem í raun og veru heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu snúið við,“ segir Silja Bára. Löggjöfin, verði hún samþykkt af ríkisstjóra, er ein sú allra íhaldssamasta í Bandaríkjunum. Hún felur í sér að það verði glæpsamlegt að framkvæma þungunarrof yfir höfuð. Jafnvel þó að konu hafi verið nauðgað eða um sifjaspell sé að ræða. Eina undantekningin er ef meðgangan ógnar heilsu konu á alvarlegan hátt. Læknir sem framkvæmir aðgerð af þessum toga gæti átt yfir höfði sér 10 til 99 ára fangelsi.Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir baráttufólk fyrir kyn- og fjósemisrétti kvenna í Bandaríkjunum vera óttaslegið.fréttablaðið/anton brinkSkipan Brett Kavanaugh í hæstarétt Bandaríkjanna hafi gert dómstólinn íhaldssamari en hann hefur verið um árabil. Andstæðingar þungunarrofs hafi því nýtt sér svigrúmið til að reyna að hnekkja á löggjöfinni. „Það var mál allt annars eðlis að fara í gegn um hæstarétt þar sem að vilji þesssara dómara til að snúa við fordæmi hefur komið í ljós,“ segir Silja Bára. „Þannig að baráttufólk fyrir kynfrelsi, og kyn- og frjósemisréttindum kvenna í Bandaríkjunum eru mjög óttaslegin.“ Roe gegn Wade dómurinn var tímamótadómur í réttarfarssögu Bandaríkjanna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lög sem bönnuðu þungunarrof stæðust ekki stjórnarskrá. Það er í sjálfvaldi ríkjanna að setja lög um hvernig þjónustu við konur er háttað. Íhaldssamir stjórnmálamenn sem eru andvígir þungunarrofi vilja margir hverjir losna við Roe gegn Wade dómafordæmið til að hægt sé að leggja blátt bann við þungunarrofi í hverju ríki sem þess óskar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10