Var vopnaður þremur byssum Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 09:52 Frá minningarathöfn í Örebro í gærkvöldi. EPA/ANDERS WIKLUND Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar. Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn í Campus Risbergska-skólann í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en var hann áður framhaldsskóli. Lögreglan í Svíþjóð hélt blaðamannafund um árásina í morgun. Þar kom meðal annars fram að útkallið vegna árásarinnar barst klukkan 12:33 að staðartíma og að fyrstu lögregluþjónarnir voru mættir á vettvang rétt rúmlega fimm mínútum síðar. Árásarmaðurinn hefur verið nafngreindur sem hinn 35 ára gamli Rickard Andersson. Honum hefur verið lýst sem miklum einfara og hafði hann verið atvinnulaus um nokkuð skeið. Hann skipti um nafn fyrir átta árum en var með hreina sakaskrá og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Á fundinum kom fram að mögulegt sé að Andersson hafi á einhverjum tímapunkti stundað nám í skólanum en það mun ekki hafa verið staðfest. Aftonbladet hefur eftir heimildarmönnum sínum að svo virðist sem Andersson hafi ekki skotið fólk af handahófi. Hann hafi gengið framhjá sumum í skólanum. Andersson skaut tíu til bana og særði nokkra til viðbótar en svipti sig svo lífi þegar lögregluþjóna bar að garði. Fyrst skaut hann þó á lögregluþjóna sem mættu fyrstir á vettvang, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Svíþjóðar um blaðamannafundinn. Lögregluþjónarnir svöruðu ekki skothríðinni en Andersson er sagður hafa notast við reyksprengjur í skólanum. Lík hans fannst ekki fyrr en rúmum klukkutíma eftir að lögregluþjónar mættu á vettvang. Hefur það verið útskýrt með því að vísa til þess að skólalóðin sé mjög stór og óreiðan hafi verið mikil á vettvangi. Andersson var með leyfi fyrir fjórum byssum og þrjár þeirra fundust við hlið líks hans. Lögreglan hefur lagt hald á fjórðu byssuna sem mun væntanlega hafa fundist á heimili hans. Einnig fundust um tíu tóm magasín í skólanum og mikið magn af ónotuðu skotum í fórum Anderssons. Ekki hefur verið upplýst um tegund skotvopnanna en að minnsta kosti eitt þeirra mun hafa verið riffill. Áður hefur komið fram að Andersson bar vopnin inn í skólann í gítartösku, eða sambærilegri tösku, og gekk um skólann um tíma. Þá hafi hann farið inn á salerni þar sem hann klæddi sig í föt í felulitum og tók upp byssurnar.
Svíþjóð Skotárás í Örebro Tengdar fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54 Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni. 5. febrúar 2025 10:54
Ellefu létust í skotárásinni Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað. 5. febrúar 2025 00:16