Lífið

Felix Bergsson hélt tilfinningaþrungna ræðu á hóteli íslenska hópsins

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Felix Bergsson skellti sér upp og hélt ræðu fyrir íslenska hópinn.
Felix Bergsson skellti sér upp og hélt ræðu fyrir íslenska hópinn. vísir/sáp
Eins og alþjóð veit komst Ísland áfram í Eurovision í gærkvöldi þegar Hatari flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel Aviv.

Íslenski hópurinn kom á Dan Panorama hóteið í Tel Aviv rétt eftir klukkan tvö að miðnætti að staðartíma í gær og var vel tekið á móti þeim.

Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, boðaði allan hópinn út á sundlaugarbakka og var skálað í freyðivíni. Felix hélt fallega ræðu þar sem hann talaði um að vera stoltur að vera partur af þessum magnaða hópi. Hann taldi upp alla þá sem hafa tekið þátt í þessu ævintýri og þakkaði þeim sérstaklega fyrir.

Hann hlakkar til að eyða næstu dögum með Íslendingunum og að lokum sagði hann: „Hatrið mun sigra“.

Foreldrar, makar, vinir og vandamenn og fjölmargir fjölmiðlamenn voru viðstaddir og var fagnað mikið á hótelinu í nótt.

Á blaðamannafundi í gær kom síðan í ljós að Ísland verður í seinnihlutanum af þeim löndum sem keppa á laugardaginn.

Nú er okkur spáð 5. sæti í Eurovision af helstum veðbönkum en í fyrradag var okkur spáð10. sæti.

Matthías með fjölskyldu sinni við sundlaugarbakkann á Dan Panorama hótelinu.
Klemens stóð í ströngu í allan gærdag en gat örlítið slakað á undir lok kvöldsins.

Tengdar fréttir

Hatari skríður áfram upp listann

Hatari með lagið Hatrið mun sigra situr nú í sjötta sæti veðbanka yfir þau framlög sem þykja líklegust til að standa uppi sem sigurvegari í Eurovision í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×