Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 20:00 Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira