Hatari var áberandi á appelsínugula dreglinum á opnunarhátíð Eurovision á sunnudaginn. Í umfjöllun Metro segir að „blætisklæðnaður“ sveitarinnar, með BDSM-ívafi, hafi sett svip sinn á hátíðina.

Hönnuðurinn sem Andrean hefur unnið með að herlegheitinum heitir Aiman Dew en ekki er langt síðan þeir Andrean leiddu saman hesta sína.
„Viđ Aiman fundum hvorn annan á netinu fyrir brottför. Hann er upprennandi hönnuđur og ótrúlega hæfileikaríkur," segir Andrean.
„Kjóllinn er tákn og lýsir margvíslegri togstreitu sem hönnuđurinn hefur mátt glíma við."
Liðsmenn Hatara hafa almennt vakið töluverða athygli fyrir fataval sitt á Eurovision. Andri Hrafn Unnarson og Karen Briem, búningahönnuðir sveitarinnar, lýstu því í samtali við Fréttablaðið á dögunum að fötin sem hljómsveitarmeðlimir klæðist skipti verulegu máli fyrir Hataraboðskapinn.
Our hatred is precious shoesstockingsdresseyes Dress design by @aymand / facebook/ aimandawdesigns Accessories from our private collection and bought from trashyclothing.shop Photo by @baldvinur Styled by @karenbriem & @andrihrafninn #hatari #euroblindness #genderbenderView this post on Instagram
A post shared by Sigurður Andrean Sigurgeirsson (@ssandrean) on May 14, 2019 at 3:56am PDT