Ætla sér að vinna Eurovision en gefa ekki upp hvort það komi óvænt útspil Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2019 19:30 Klemens og Matthías ætla að vinna keppnina í ár. Vísir/sáp „Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“ Eurovision Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Eins og fram hefur komið viljum við ekki blanda okkar persónulegum skoðunum inn í málið en við styðjum að sjálfsögðu einkarekna fjölmiðla,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson fyrir kvöldið stóra en Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á fyrra undankvöldinu í Eurovision í kvöld. Íslenska atriðið er 13. í röðinni. „Það gekk allt samkvæmt áætlun í dómararennslinu. Við stigum upp á svið og gerðum það sem var á dagskrá. Svo það gekk vel,“ segir Klemens Hannigan. „Við erum mjög yfirveguð fyrir kvöldinu og það mætti þakka hugleiðslutímanum sem við tökum fyrir hverja æfingu,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við að hugleiðslutíminn er aldrei minni en 90 mínútur. Þeir segja að það sé ekki ógnvekjandi að koma fram fyrir framan þrjú hundruð milljónir áhorfenda.Falleg stund þegar foreldrarnir kvöddu börnin á leið sinni í Expo-höllina.„Þetta er grundvöllurinn til að ná til fjöldans sem er það sem þarf til ef knésetja á kapítalismann.“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Foreldrar, makar og aðrir ættingjar voru mættir á svæðið og fylgdu hópnum alla leið inn í rútu. Þeir vilja ekki tjá sig hvort það komi fram óvænt útspil á sviðinu.Matthías með fjölskyldu sinni fyrir brottför.„Við erum ekki tilbúnir til þess að svara því,“ segir Klemens og þá bætir Matthías við: „Svarið gæti verið túlkað með pólitískum hætti og við getum ekki svarað þessu, þótt spurningin sé góð.“ „Við myndum gjarnan vilja svara þér en okkur finnst þetta of heit spurning,“ segir Klemens. Það er heldur betur komið keppniskap í hópinn og ætla drengirnir sér einfaldlega að vinna Eurovision í ár. „Við ætlum að vinna Eurovision 2019. Slík er áætlunin en við blöndum okkar persónulegum skoðunum ekki inn í málið.“
Eurovision Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira