Gæti reynst Hatara vel að Úkraína dró framlag sitt úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 15:30 Maruv á sviðinu í Kænugarði í undankeppnini í Úkraínu í febrúar. Lagið naut mikilla vinsælda en keppir ekki í Tel Aviv. Getty/Pavlo Gonchar Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel. Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel.
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40