Gæti reynst Hatara vel að Úkraína dró framlag sitt úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 15:30 Maruv á sviðinu í Kænugarði í undankeppnini í Úkraínu í febrúar. Lagið naut mikilla vinsælda en keppir ekki í Tel Aviv. Getty/Pavlo Gonchar Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel. Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Úkraína er ekki á meðal keppenda í Eurovision í ár vegna pólitísks ágreinings heima fyrir sem rekja má til innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014. Það var söngkonan Maruv sem stóð uppi sem sigurvegari í undankeppninni í Úkraínu. Hún dró lagið í framhaldinu úr keppni þar sem hún sagðist ekki vilja vera notuð sem pólitískt tól. Úkraína leitaði til þeirra sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti keppninnar en viðkomandi svöruðu ekki kallinu. Fyrir vikið var ákveðið að draga Úkraínu úr keppni í ár. Maruv var beðin um að skrifa undir samning þar sem henni var meinað að koma fram á tónleikum í Rússlandi í aðdraganda Eurovision. Hún var tilbúin að gangast undir það en segir aðra hluti í samkomulaginu hafa verið þess eðlis að hún gæti ekki skrifað undir. „Ég er listamaður, ekki tól til að nota á pólitíska sviðinu,“ sagði Maruv í yfirlýsingu. Atriði Maruv á ýmislegt sameiginlegt með lagi Hatara. Lagið er verulega ögrandi. Dansarar spila lykilhlutverk í atriðinu og sömuleiðis leður og keðjur. Sem Hatari nýtir sömuleiðis.BBC ræddi við Eurovision-sérfræðinginn Dr. Paul Jordan í febrúar þegar lagið var dregið úr keppni. Hann er með doktorsgráðu þar sem lokaverkefni hans fjallaði um þátttöku Úkraínu í Eurovision. Hann taldi framlag Úkraínu líklegt til afreka. „Það hefur lítið verið rætt um framlögin sem valin hafa verið til þessa, en fólk hefur dásamað framlag Úkraínu,“ sagði Jordan. „Það er afar ögrandi. Ég held að lagið hefði átt góða möguleika á að gera vel í keppninni.“ Ögrandi? Leður? Keðjur? Dansarar? Ljóst er að þeir áhorfendur sem tengja við fyrrnefnda hluti greiða Úkraínu ekki atkvæði sitt í ár. Hatari býður upp á svipað konsept þótt skilaboðin í textum laganna tveggja séu gjörólík. Auk þess þýðir fjarvera Úkraínu að það er einu lagi færra í riðli Íslands þar sem sautján berjast um að komast í úrslit, en ekki átján eins og í hinum riðlinum. Eitthvað sem gæti komið Hatara vel.
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Frábær árangur í meðferðarstarfi Lífið samstarf Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Lífið samstarf Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Óttuðust klofning hjá úkraínsku þjóðinni ef Maruv færi í Eurovision. 26. febrúar 2019 11:19
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40