Stemningin í blaðamannahöllinni er orðinn rosalega í Tel Aviv og gekk æfing Hatara algjörlega samkvæmt áætlun fyrr í dag.
Í blaðamannahöllinni er hægt að panta sér kaffi með mynd af Hatara í froðunni.
Heldur betur vel heppnað hjá fyrirtækinu My Heritage sem er í raun sambærilegt við Íslenska erfðagreiningu okkar Íslendinga.
Um er að ræða aðalstyrktaraðila keppninnar sem býður upp á ókeypis DNA próf. Blaðamaður hefur ekki gefið sér tíma til að gangast undir prófið enn sem komið er.
