Sjúkraflutningamenn biðu fyrir utan á meðan Gísla blæddi út Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 06:45 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Sjúkraflutningamenn neyddust til að bíða fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehamn í Noregi í fjörutíu mínútur á meðan honum blæddi út. Þeir gátu ekki farið inn í húsið fyrr en lögregluþjónar mættu á vettvang, samkvæmt NRK. Gísli hafði verið skotinn í lærið og er hálfbróðir hans grunaður um að hafa skotið hann þann 27. apríl. Vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna verða þeir að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem þessum þar sem skotvopn koma við sögu. Í þessu tilfelli þurftu lögregluþjónar að koma frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn í Finnmörk þar sem Gísli bjó. Þegar lögregluþjóna bar að garði var Gísli enn á lífi en ekki tókst að bjarga lífi hans.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Ola Yttre, yfirmaður samtaka sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að í tilfellum þar sem lögreglan sé síðustu á vettvang geti aðstæður verið verulega slæmar fyrir sjúkraflutningamenn. Sérstaklega viti þeir af fólki sem sé í hættu og þurfi aðstoð. Hann segir þetta hafa leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggðum vettvangi og slíkum tilfellum hafi farið fjölgandi. NRK segir að það hafi tekið lögregluþjóna 53 mínútur að komast á vettvang skotárásarinnar eftir að tilkynning barst. Þar að auki tók það nokkrar mínútur að tryggja vettvanginn og því leið í raun um klukkustund frá því að tilkynning barst og sjúkraflutningamenn gátu byrjað að aðstoða Gísla.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32