Fá helminginn af atkvæðunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:00 Tíu þjóðir af þeim sautján sem keppa í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið komast í úrslitin. Thomas Hanses Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar.
Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15