Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 13. maí 2019 08:15 John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. Lundvik var í banastuði þegar útsendarar Vísis hittu á hann í norræna partýinu þar sem fulltrúar Norðurlandanna auk Eistlands tróðu upp. Lundvik syngur lagið Too Late for Love en með honum á sviðinu eru fjórar bandarískar söngkonur sem voru sömuleiðis í banastuði í partýinu í gær. Lundvik er í öðru sæti veðbanka þessa stundina þangað sem hann hefur skotist upp undanfarna daga, á sama tíma og Hatari hefur lækkað á listanum. Því eru það Svíar, eins og svo oft áður, sem taldir eru líklegir til að sigra og halda keppnina á næsta ári. „Þetta er svo geggjað. Okkur leið vel eftir fyrstu æfinguna en ákváðum samt að gera nokkrar breytingar. Þess vegna var ég svolítið stressaður fyrir seinni æfinguna. En þá small þetta. Ég hef góða tilfinningu í hjarta mínu,“ segir Lundvik sem segist hafa farið hoppandi af sviðinu í gleði.Auðvitað Svíþjóð Spurður um gott gengi Svía árum saman bendir Lundvik á Melodifestivalen, undankeppni þeirra Svía, sem mikið sé lagt í. Allir vilji standa sig vel og það sé hugarfarið sem þurfi. Hann lenti í þriðja sæti í Melodifestivalen í fyrra og stóð svo uppi sem sigurvegari í ár. Lundvik samdi einnig lagið Bigger than us sem Bretarnir flytja og má því segja að hann eigi plan b uppi í erminni. Það sé þó alveg á hreinu hvort lagið sé númer eitt hjá honum. „Auðvitað Svíþjóð!“ Lundvik dvelur ásamt sænska hópnum á Dan Panorama við ströndina í Tel Aviv. Þar er einnig íslenski hópurinn. John hefur þó ekki hitt Hatara enn sem komið er. Honum líst ágætlega á lagið. „Það er kúl, svo öðruvísi. Þegar lögin eru 41 þá þarftu eitthvað öðruvísi,“ segir Lundvik. Listamenn hafi rétt á að hafa sínar skoðanir þótt hann deili þeim ekki endilega. Öll hans orka fari í lagið hans.ABBA, Herreys, Carola, Charlotte Nielsson, Loreen og Måns hafa öll staðið uppi sem sigurvegarar í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar. Måns árið 2015 svo kannski er komið að Svíunum eins og veðbankar telja líklegt. „Ég ætla að njóta hverrar stundar. Hvað sem gerist finnst mér ég vera sigurvegari,“ segir Lundvik um að vera hér fyrir hönd þjóðar sinnar. Hann heldur sér á jörðinni en að sjálfsögðu yrði það draumi líkast að vinna. Þjálfarar á Íslandi hafa stundum lofað liðum sínum að þeir skokki heim nái liðið góðum úrslitum. Þetta hafa þjálfarar til dæmis gert fyrir leiki í Keflavík og svo skokkað til Reykjavíkur vinnist leikurinn. Lundvik er hlaupari svo það er spurning hvort hann sé tilbúinn að taka þeirri áskorun? Að hlaupa heim til Svíþjóðar ef hann vinnur? „Það gæti reynst snúið að hlaupa yfir vatnið en ég skal reyna.“Viðtalið við Lundvik má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira