Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2019 19:00 Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski. Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski.
Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira