Líkamsárásir í Kópavogi og Breiðholti Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 07:13 Nokkuð var um tilkynningar um þjófnað og innbrot í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglu á höfuððborgarsvæðinu í nótt, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Kópavogi. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í heimahúsi í Breiðholti skömmu eftir miðnætti. Málið telst upplýst en rannsókn þess lauk í nótt að skýrslutökum loknum. Á þriðja tímanum var svo maður handtekinn eftir að hafa framið líkamsrás í Kópavogi. Er hann í haldi lögreglu þar til unnt verður að ræða við hann þegar víman er af honum runnin. Um svipað leyti var maður handtekinn í Kórahverfi í Kópvogi en sá hafði misst stjórn á sér sökum fíkniefnaneyslu. Maðurinn var fluttur undir læknishendur til skoðunar og að því loknu vistaður hjá lögreglu.Þjófnaður og innbrot Nokkuð var um tilkynningar um þjófnað og innbrot í gærkvöldi og í nótt. Skömmu fyrir klukkan 23 var tilkynnt um þjófnað í heimahúsi í austurbæ Reykjavíkur og eru aðilar í haldi vegna málsins. Nokkru síðar var svo tilkynnt um innbrot í Grafarvogi þar sem brotamenn voru ungir að árum. Foreldrar voru kvaddir til svo unnt væri að klára málið. Nokkru fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um húsbrot í Grafarholti þar sem einn er nú í haldi lögreglu. Húsráðandi hafði áður komið að manninum þar sem hann var að taka saman muni í poka. Um tvöleytið var maður handtekinn í miðborg Reykjavíkur en hann hafði unnið tjón á nokkrum bifreiðum í bílastæðahúsi. Sá var í mjög slæmu ástandi sökum vímuefnaneyslu. Sömuleiðis var maður handtekinn vegna innbrota í bíla í hlíðahvefinu í Rvík. Aðilinn var í slæmu ástandi sökum ölvunar og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann. „28 mál komu inn á borð lögreglu þar sem hún var að aðstoða fólk sökum ölvunnar, samkvæmishávaða í heimahúsum, vegna veikinda fólks, minniháttar meiðsla og aðfinnsluverðs aksturslags,“ segir í dagbók lögreglu. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglu á höfuððborgarsvæðinu í nótt, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Kópavogi. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í heimahúsi í Breiðholti skömmu eftir miðnætti. Málið telst upplýst en rannsókn þess lauk í nótt að skýrslutökum loknum. Á þriðja tímanum var svo maður handtekinn eftir að hafa framið líkamsrás í Kópavogi. Er hann í haldi lögreglu þar til unnt verður að ræða við hann þegar víman er af honum runnin. Um svipað leyti var maður handtekinn í Kórahverfi í Kópvogi en sá hafði misst stjórn á sér sökum fíkniefnaneyslu. Maðurinn var fluttur undir læknishendur til skoðunar og að því loknu vistaður hjá lögreglu.Þjófnaður og innbrot Nokkuð var um tilkynningar um þjófnað og innbrot í gærkvöldi og í nótt. Skömmu fyrir klukkan 23 var tilkynnt um þjófnað í heimahúsi í austurbæ Reykjavíkur og eru aðilar í haldi vegna málsins. Nokkru síðar var svo tilkynnt um innbrot í Grafarvogi þar sem brotamenn voru ungir að árum. Foreldrar voru kvaddir til svo unnt væri að klára málið. Nokkru fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um húsbrot í Grafarholti þar sem einn er nú í haldi lögreglu. Húsráðandi hafði áður komið að manninum þar sem hann var að taka saman muni í poka. Um tvöleytið var maður handtekinn í miðborg Reykjavíkur en hann hafði unnið tjón á nokkrum bifreiðum í bílastæðahúsi. Sá var í mjög slæmu ástandi sökum vímuefnaneyslu. Sömuleiðis var maður handtekinn vegna innbrota í bíla í hlíðahvefinu í Rvík. Aðilinn var í slæmu ástandi sökum ölvunar og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann. „28 mál komu inn á borð lögreglu þar sem hún var að aðstoða fólk sökum ölvunnar, samkvæmishávaða í heimahúsum, vegna veikinda fólks, minniháttar meiðsla og aðfinnsluverðs aksturslags,“ segir í dagbók lögreglu.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira