Telur eldismenn makka með stjórnvöldum um frumvarp um fiskeldi Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 14:19 Þeir hjá Landssambandi veiðifélaga telja leynd um lögfræðiálit SFS til marks um að óeðliega sé að málum staðið hjá atvinnuveganefnd í því sem snýr að frumvarpi um fiskeldi. visir/egill Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann. Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, telur einsýnt að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi séu í beinu talsambandi við stjórnvöld, hafi þar óeðlileg ítök og séu að plotta bak við tjöldin með það fyrir augum að sníða frumvarp um lög um fiskeldi að hagsmunum sínum. „Við vorum í það minnsta ekki kallaðir til ráðgjafar,“ segir Jón Helgi í samtali við Vísi. Landssambandið telur sig hafa heimildir fyrir því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafi lagt fram lögfræðiálit í atvinnuveganefnd sem lögmannastofan Lex vann fyrir Samtökin í tengslum við frumvarpið. Í áliti því mun vera byggt á því að áhættumat erfðablöndunar sé stjórnvaldsákvörðun og að ráðherra skuli hafa val um hvort hann synjar eða staðfestir. Það sem þeim hjá LV þykir óeðlilegt er að þetta álit hafi ekki verið lagt fram opinberlega eins og annað sem snýr að umsögnum um frumvarpið.Lilja Rafney ætlar að skoða málið Jón Helgi sendi af þessu tilefni fyrirspurn til atvinnuveganefndar þar sem hann fer fram á að þetta álit verði gert opinbert. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, hefur svarað því erindi með orðunum: „Þetta verður skoðað.“Jón Helgi telur einsýnt að leyndin um lögfræðilegt álit sem SFS hefur lagt inn til atvinnuveganefndar sé til marks um að óeðlilega sé staðið að frumvarpi um fiskeldi.Jón Helgi segir að af þessu megi ráða að ekki stóð til að birta lögfræðiálitið á vef Alþingi undir liðnum umsagnir líkt og önnur innsend erindi.Fiskur undir steini „Og spurning hvað formaðurinn þarf að skoða í þessu sambandi? Það verður ekki betur séð en atvinnuveganefnd hafi ekki ætlað að opinbera lögfræðiálit sem hagsmunaaðilar í fiskeldi hafa látið vinna og sent nefndinni máli sínu til stuðnings. Þessi vinnubrögð eru lýsandi dæmi um hvernig áhugasamir stjórnmálamenn um fiskeldi standa að vinnu við breytingar á lögum um fiskeldi.“ Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis gegndi stöðu formanns stjórnar Landsambands fiskeldisstöðva þar til sambandið sameinaðist Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, er nú hluti teymis SFS og sinnir verkefnum þar sem snúa að fiskeldi. Vísir reyndi að ná tali af Einari til að inna hann eftir því hvers vegna leynd ríkti um álitið en ekki náðist í hann.
Alþingi Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira