Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 08:30 Frá ráðstefnunni í gær. Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira