Innlent

100 tonna krani hífði hrefnuna upp sem flutt var til urðunar í Álfsnesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
100 tonna krani var fenginn til þess að hífa hrefnuna upp á vörubíl.
100 tonna krani var fenginn til þess að hífa hrefnuna upp á vörubíl.
Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri hverfastöðvar umhverfis- og skipulagssviðs á Njarðargötunni, segir að það hafi gengið vonum framar að fjarlægja hrefnuhræið sem rak á land við Eiðsgranda um hádegisbil í gær.

Þorgrímur hafði umsjón með verkinu í morgun en Heilbrigðiseftirlit Reykjavík og Umhverfisstofnun sáu um að fjarlægja hræið og flytja það til urðunar í Álfsnesi.

Þorgrímur segir að dýrið hafi vegið um 4,8 tonn en 100 tonna krani var notaður til þess að hífa hræið upp á vörubíl sem flutti hann svo á urðunarstöðina.

Lögreglan fékk tilkynningu um hvalrekann um klukkan hálfeitt í gær. Sést hafði til hrefnunnar á Faxaflóa á laugardag og í Hvalfirði á mánudag en þá var fyrst talið að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina og var Landhelgisgæslan kölluð út.

Tunga dýrsins vakti mikla athygli í gær en hún hafði tútnað út vegna gerjunar inni í hræinu. Óttast var að tungan myndi springa með tilheyrandi ólykt en það gerðist ekki heldur lak loftið úr henni.

Klippa: Hræ hrefnunnar fjarlægt og flutt til urðunar

Tengdar fréttir

Tunga hrefnunnar tútnaði út

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, fór í dag og skoðaði hræ hrefnunnar sem rak á land við Granda skömmu eftir hádegi.

Rak á land við Granda

Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×