Slökkviliðsmenn frá Akranesi voru kallaðir út vegna elds í bíl sem var á Vesturlandsvegi skammt frá afleggjaranum að Hagamel. Útkallið barst á tíunda tímanum í kvöld en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu varð engum meint af sem var í bílnum sem kviknaði í.
Er slökkvilið enn á vettvangi þegar þetta er ritað að slökkva í glæðum.
