Fjölmargir þættir spila inn í lítið brotthvarf úr ML Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 08:15 Halldór segir að tekið hafi verið eftir árangri Menntaskólans að Laugarvatni í þessum efnum og að fjölmargir þættir spili þar inn í góðan árangur skólans. Vísir 51 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum að Laugarvatni síðasta laugardag og er um að ræða fjölmennasta árgang í sögu skólans. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni segir aðsókn í skólann vera meiri en hægt er að taka við og að brotthvarf úr skólanum sé lítið. „Brottfallið hefur verið lítið hjá okkur almennt og það var mjög lítið brottfall í þessum hópi. Útskriftarárgangurinn 2019 er fjölmennasti staki árgangur skólans, í fyrra útskrifaði ég tvo árganga en þá voru útskriftarnemendur 65,“ sagði Halldór Páll í viðtali við Vísi. Halldór segir að tekið hafi verið eftir árangri Menntaskólans að Laugarvatni í þessum efnum og að fjölmargir þættir spili þar inn í góðan árangur skólans. „Það er þetta umhverfi, heimavistarskóli með gott utan um hald, bekkjakerfið spilar sína rullu. Stytting náms til kallaði til mjög breytta nálgun til kennslu, námið er verkefnamiðaðra og meira símat sem virðist henta mörgum betur og það held ég að vegi líka þungt, segir Halldór. Menntaskólinn að Laugarvatni er ein stór fjölskylda Aðsókn í Menntaskólinn að Laugarvatni hefur verið mikil undanfarin ár og hefur skólinn þurft að hafna umsóknum nemenda. „Við höfum að jafnaði ekki getað tekið við öllum sem hafa sótt um, þó það sé ekki nákvæmlega eins hjá okkur og hjá Verzló eða MR eða eitthvað slíkt,“ Bekkjakerfi, breytt nálgun í námi og kennslu, símat, verkefnamiðað nám og heimavistarskóli með gott utanumhald það eru þessir þættir sem vega mjög þungt, hér eru ríkar hefðir og mjög öflugt félags- og tónlistarlíf. Þetta er bara stór fjölskylda, mjög stór fjölskylda,“ sagði Halldór skólameistari. Unglingar frá öllu landinu sækja nám á Laugarvatni en Halldór segir þó að 80% nemenda komi af Suðurlandi. Dúx Menntaskólans að Laugarvatni í þetta sinn var Ísold Egla Guðjónsdóttir með einkunnina 9,31 en semi-dúx var Sigurborg Eiríksdóttir með 9,22. Bláskógabyggð Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
51 stúdent útskrifaðist úr Menntaskólanum að Laugarvatni síðasta laugardag og er um að ræða fjölmennasta árgang í sögu skólans. Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni segir aðsókn í skólann vera meiri en hægt er að taka við og að brotthvarf úr skólanum sé lítið. „Brottfallið hefur verið lítið hjá okkur almennt og það var mjög lítið brottfall í þessum hópi. Útskriftarárgangurinn 2019 er fjölmennasti staki árgangur skólans, í fyrra útskrifaði ég tvo árganga en þá voru útskriftarnemendur 65,“ sagði Halldór Páll í viðtali við Vísi. Halldór segir að tekið hafi verið eftir árangri Menntaskólans að Laugarvatni í þessum efnum og að fjölmargir þættir spili þar inn í góðan árangur skólans. „Það er þetta umhverfi, heimavistarskóli með gott utan um hald, bekkjakerfið spilar sína rullu. Stytting náms til kallaði til mjög breytta nálgun til kennslu, námið er verkefnamiðaðra og meira símat sem virðist henta mörgum betur og það held ég að vegi líka þungt, segir Halldór. Menntaskólinn að Laugarvatni er ein stór fjölskylda Aðsókn í Menntaskólinn að Laugarvatni hefur verið mikil undanfarin ár og hefur skólinn þurft að hafna umsóknum nemenda. „Við höfum að jafnaði ekki getað tekið við öllum sem hafa sótt um, þó það sé ekki nákvæmlega eins hjá okkur og hjá Verzló eða MR eða eitthvað slíkt,“ Bekkjakerfi, breytt nálgun í námi og kennslu, símat, verkefnamiðað nám og heimavistarskóli með gott utanumhald það eru þessir þættir sem vega mjög þungt, hér eru ríkar hefðir og mjög öflugt félags- og tónlistarlíf. Þetta er bara stór fjölskylda, mjög stór fjölskylda,“ sagði Halldór skólameistari. Unglingar frá öllu landinu sækja nám á Laugarvatni en Halldór segir þó að 80% nemenda komi af Suðurlandi. Dúx Menntaskólans að Laugarvatni í þetta sinn var Ísold Egla Guðjónsdóttir með einkunnina 9,31 en semi-dúx var Sigurborg Eiríksdóttir með 9,22.
Bláskógabyggð Skóla- og menntamál Dúxar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira